12.09.2024
Orkuveita Húsavíkur og Norðurþing eru að fara í framkvæmdir við Ásgarðsveg og Stóragarð.
Unnið er að gatnagerð og lagningu lagna fyrir nýtt hverfi, hluti af framkvæmdinni er að færa og endurnýja stofnæð fyrir kalt vatn.
Samhliða framkvæmdinni verður gerð ný og skemmtileg gönguleið frá eldri stíg niður að brúnni yfir Búðará, fjarri bílaumferð.
08.08.2024
Lesið var af öllum stafrænum hitaveitumælum á þjónustusvæði Orkuveitu Húsavíkur ohf. í byrjun júlí og því eru reikningarnir sem berast núna uppgjörsreikningar.
13.05.2024
Lokað verður fyrir kalt vatn í Skálabrekku 11-19 þriðjudaginn 14. maí milli kl. 10:00 - 12:00 vegna viðgerðar.
Þau hús sem verða vatnslaus eru merkt með rauðum krossi (sjá mynd).
Áfram verður heitt vatn og vörum við því við slysahættu vegna þessa.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
08.05.2024
Til að auka þjónustu við viðskiptavini, þá mun Orkuveitan framvegis senda tilkynningar með sms-i þegar um t.d. lokanir er að ræða.
07.05.2024
Lokað verður fyrir kalt vatn á öllum Stórhól og Baughól 60 -62, Þriðjudaginn 7. maí milli kl. 10:00 - 12:00 vegna viðgerðar.
Þau hús sem verða vatnslaus eru merkt með rauðum krossi (sjá mynd).
06.05.2024
Lokað verður fyrir kalt vatn í Sólbrekku mánudaginn 6. maí milli kl. 13:00 - 16:00 vegna viðgerðar.
30.04.2024
Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur fór fram 22. apríl síðastliðinn. Dagskrá fundarins var með hefðbundnum hætti. Ársreikningur fyrir árið 2023 var lagður fyrir og samþykktur.
09.04.2024
Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur OHF. 2024
06.02.2024
Lesið var af öllum stafrænum hitaveitumælum á þjónustusvæði Orkuveitunnar í ársbyrjun. Við álestur myndast uppgjör og áætlanir uppfærast sem getur haft áhrif á næstu hitaveitureikninga frá okkur