Þann 6. nóvember 2009 skrifuðu forsvarsmenn Orkuveitu Húsavíkur ehf., RARIK ohf. og orkusölunnar ehf. undir samning um kaup þeirra síðarnefndu á raforkuhluta Orkuveitunnar. Með kaupunum eignaðist RARIK rafdreifikerfi Orkuveitunnar og Orkusalan tók við sölustarfsemi fyrirtækisins. Orkustöðin - virkjun Orkuveitunnar og önnur dreifikerfi verða áfram í eigu fyrirtækisins. Viðskiptavinir Orkuveitu Húsavíkur urðu frá og með 1. janúar 2010 viðskiptavinir RARIK og Orkusölunnar eins og aðrir íbúar sveitarfélagsins Norðurþings hafa verið.