Tilgangur Orkuveitu Húsavíkur ohf. er að auka búsetugæði á svæðinu með starfsemi sinni.
Orkuveita Húsavíkur (OH) er opinbert hlutafélag í eigu sveitarfélagsins Norðurþings. Fyrirtækið er veitufyrirtæki og er markmið þess að hámarka afrakstur þeirra auðlinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir með skynsamlegri nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni fyrir eigendur og notendur að leiðarljósi.
Hlutverk - tilgangur með starfsemi félagsins
Hlutverk OH er að veita íbúum og fyrirtækjum í Þingeyjarsýslum aðgang að heitu og köldu vatni, auk fráveitu.
Kjarnastarfsemi OH er:
Önnur starfsemi OH:
Dóttur-/hlutdeildarfélög - Samtök
Orkuveita Húsavíkur ohf. er aðili að félagasamtökum og á hlutdeild í nokkrum félögum
sem hér segir:
Aðild að Samorku - samtökum orku- og veitufyrirtækja
50,77% hlutur í Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf. sem er dótturfélag OH.
48,75% hlutur í Hrafnabjargavirkjun hf.
30,30% hlutur í Íslenskri Orku ehf.
13,78% hlutur í Sjóböðum ehf.
5,00% hlutur í Mýsköpun ehf.
Til að fullnægja kjarnastarfsemi OH:
Auðlindir
Þjónusta
Framtíðarsýn - hvert stefnir félagið
Framtíðarsýn OH er sú að verða fyrirmyndarfyrirtæki í röðum veitufyrirtækja. Í þessu felst m.a. að OH njóti viðurkenningar fyrir starfsemi sína og standist kröfur um gæði, einnig að öll aðstaða og aðbúnaður starfsmanna sé til fyrirmyndar. Sérstök áhersla skal lögð á:
Hér má nálgast stefnur Orkuveitunnar varðandi fjárfestingar, umhverfi og auðlindir, rekstur og viðskipti: