Framleiðsla í Orkustöð á Hrísmóum er varmaorka og vatn.
Í Orkustöð er leitt yfirhitað vatn (120°C) frá Hveravöllum og er það "kælt" niður í 80°C til afhendingar á hitaveitukerfi bæjarins. Þá er 4°C kalt vatn leitt í stöðina frá vatnsbóli, til kælingar í vinnsluferlinu.
Smelltu hér til að sjá hana stærri (PDF skjal / 26 KB)
Helstu stærðir:
Heitt vatn
95 l/s af 120°C heitu vatni eru teknir inn í Orkustöð frá Hveravöllum.
95 l/s af 80°C heitu vatni fara í safngeymi við Orkustöð.
Það sem ekki fer inn á hitaveitukerfið fer um yfirfall að lónum sunnan við bæinn. Magn þess er mismunandi eftir notkun hitaveitu en er yfirleitt um 25-65 l/s.
Kalt vatn
180 l/s af 4°C köldu vatni eru teknir inn í Orkustöð frá vatnsbóli.
180 l/s af 23°C heitu vatni er leitt frá Orkustöð og blandast yfirfalli frá safngeymi.
25-35°C heitt affallsvatn er leitt frá Orkustöð.
100 l/s af köldu vatni er tekið í vatnsbóli og nýtt í bæjarkerfum.
Eins og sést af ofanrituðu er til töluvert af afgangsvatni í Orkustöð. Því er hægt að afhenda þar vatn af ýmsu hitastigi, allt frá 4°C til 120°C.