Öryggisstefna

Til að uppfylla lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðun (nr.46/1980) og tengdar reglugerðir, hefur  Orkuveitan sett sér eftirfarandi stefnu í öryggis, heilbrigðis og vinnuverndarmálum:

Stefna Orkuveitu Húsavíkur er að tryggja öllum starfsmönnum öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Markmið OH er slysalaus vinnustaður og að enginn starfsmaður bíði heilsutjón af starfi sínu hjá fyrirtækinu. Til þess að ná þessu markmiði ætlast stjórnendur fyrirtækisins til þess að allir starfsmenn vinni í samræmi við þessa stefnu. Í rekstri fyrirtækisins er gert ráð fyrir að fylgt sé öllum kröfum skv. lögum og reglum og að sífellt sé unnið að endurbótum sem stuðla að auknu öryggi starfsmanna, samstarfsaðila og viðskiptavina fyrirtækisins.

Starfsmönnum Orkuveitu Húsavíkur er stefna þessi að fullu kunn.

Sömu öryggisreglur gilda fyrir verktaka og starfsmenn Orkuveitu Húsavíkur.

Öryggishandbók Orkuveitu Húsavíkur - handbók um öryggi og vinnuvernd.

Handbókin var unnin af vinnuhópi á vegum Samtaka orku- og veitufyrirtækja (Samorku) og aðlöguð að rekstri OH.