16.12.2020
Óbreytt gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur
10.12.2020
Stofnæð á Ásgarðsvegi fór í sundur og því er lágur þrýstingur á köldu vatni til heimila og fyrirtækja í öllum bænum. Unnið er að viðgerð sem lýkur ekki fyrr en seinnipartinn á morgun, föstudaginn 11. desember.
02.12.2020
Orkuveita Húsavíkur ohf. þakkar góð skil á sjálfsálestrum á síðasta ári. Viðskiptavinir OH hafa verið duglegir að skrá álestur á „mínum síðum“ og fjölgaði skráningum þar töluvert á milli ára. Álestur er nauðsynlegur við árlegt uppgjör og það er hagur notenda að áætlun sé rétt þannig að reikningar taki mið af raunnotkun.
19.11.2020
Lokað verður fyrir kalt vatn á öllum Stórhól á Húsavík nk. föstudag kl. 10.00. Framkvæmdum á að ljúka fyrir hádegi samdægurs.
05.06.2020
Frá og með 1. júlí n.k. mun Orkuveita Húsavíkur hætta að senda út reikninga á pappír, nema um það verði sérstaklega beðið.
06.05.2020
Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf. árið 2020 vegna rekstrarársins 2019 verður haldinn fimmtudaginn 07. maí nk. kl. 14:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.
22.01.2020
Nú standa yfir boranir á Höfða í tengslum við frekari vatnsöflun fyrir Sjóböð ehf.