Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur fór fram 22. apríl síðastliðinn. Dagskrá fundarins var með hefðbundnum hætti. Ársreikningur fyrir árið 2023 var lagður fyrir og samþykktur.
Ein breyting var gerð á stjórn Orkuveitu Húsavíkur en Hafrún Olgeirsdóttir kemur inn sem varamaður í stað Birnu Ásgeirsdóttur. Stjórn Orkuveitunnar skipa: Sigurgeir Höskuldsson, Valdimar Halldórsson og Bylgja Steingrímsdóttir. Varamenn eru Eysteinn Heiðar Kristjánsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Hafrún Olgeirsdóttir
Traustur rekstur Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Rekstur Orkuveitunnar gekk vel á árinu 2023. Tekjur námu 455 milljónum króna og hagnaður ársins nam 186 milljónum króna. Til samanburðar þá nam hagnaðurinn 86 milljónum króna á árinu 2022.Á árinu var áætlaður líftími varanlegra rekstrarfjármuna félagsins endurmetin sem leiddi til lækkunar á afskriftarprósentum, þar af leiðandi lækkuðu afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna um 53 milljónir. Eigið fé í árslok nam 2.234,6 milljónum króna og eiginfjárhlutfall var 95% í árslok. Vaxtaberandi skuldir voru engar í árslok. Fjárfestingar á árinu 2023 námu 86 milljónum króna og arðgreiðsla til eigandans, Norðurþings, nam 66 milljónum króna. Lausafjárstaða Orkuveitunnar var mjög sterk í lok árs, handbært fé nam 490 milljónum króna og virði markaðsverðbréfa í loks árs námu 280 milljónum króna.
Hér má skoða ársreikning Orkuveitu Húsavíkur fyrir árið 2023