Vegna vinnu við dælustöð, föstudaginn 1. apríl, mun þrýstingur á kalda vatninu minnka og eru notendur beðnir að fara sparlega með vatnið þann dag.
Ef mikil notkun verður á köldu vatni, gæti orðið vatnslaust seinnipartinn.
Við vonum að þetta valdi ekki óþægindum og ítrekum að þetta er ekki 1. apríl gabb.
Með fyrirfram þökk fyrir skilninginn.
Starfsfólk Orkuveitu Húsavíkur