Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur fór fram 26. apríl síðastliðinn. Dagskrá fundarins var með hefðbundin hætti. Ársreikningur árið 2022 var lagður fyrir og var samþykktur, ásamt því að breytingar á samþykktum voru einnig samþykktar. Breyting varð á stjórn Orkuveitunnar og í stjórn voru kjörin Sigurgeir Höskuldsson, Valdimar Halldórsson og Bylgja Steingrímsdóttir. Varamenn, Birna Ásgeirsdóttir, Eysteinn Heiðar Kristjánsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.
Traustur rekstur Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Rekstur Orkuveitunnar gekk vel á árinu 2022. Tekjur námu 424 milljónum króna og hagnaður ársins nam 99,4 milljónum króna. Á árinu 2021 nam hagnaðurinn 72 milljónum króna til samanburðar. Eigið fé í árslok nam 2.115 milljónum króna og eiginfjárhlutfall var 94% í árslok. Fjárfestingar á árinu 2022 námu 84 milljónum króna og arðgreiðsla til eigandans, Norðurþings, nam 122 milljónum króna. Lausafjárstaða Orkuveitunnar var mjög sterk í lok árs, handbært fé nam 404 milljónum króna og markaðsverðbréf í loks árs námu 259 milljónum króna.