Viðskiptavinir

Það getur borgað sig að fylgjast með orkunotkuninni!
Ýmis atriði geta kallað á orkusóun og þar af leiðandi aukin útgjöld. Bilaðir ofnar og/eða heimilistæki, snjóbræðsla og hvað annað getur allt í einu aukið orkunotkun umtalsvert. Til að fylgjast með þessum þáttum er t.d. hægt að skrá mánaðarlega stöðu orkumælanna og bera þannig saman notkun á milli mánuða, og eftir nokkurn tíma á milli ára.
Hér á síðunni er að finna Orkuvaka sem er excel skjal sem hægt er að vista á tölvunni hjá sér og skrá stöðu mælanna inn í það, t.d. í upphafi hvers mánuðar. Sjálfkrafa birtist svo graf sem sýnir viðmið við aðra mánuði og ár.

Óski viðskiptavinur eftir upplýsingum um orkunotkun, er hægt að senda fyrirspurn þess efnis á netfangið oh@oh.is, eða fylla út Fyrirspurnarfomið hér á síðunni.

Allar ábendingar um efni á síðuna eru vel þegnar, oh@oh.is.