Fróđleikur

Upplýsingar um húshitun og heitavatnsnotkun eru teknar af vef Orkuseturs, en þar er að finna mikinn fróðleik um orkunotkun og bætta orkunýtingu svo eitthvað sé nefnt.

Húshitun 

Orkunotkun til húshitunar er háð stærð, gerð, staðsetningu og aldri húsnæðis. Forsendur Orkuspárnefndar gera ráð fyrir að meðalorkuþörf til húshitunar á íbúðarhúsnæði sé í kringum 60 kWh/m3.
Orkuveita Reykjavíkur hefur notað ákveðna stuðla til að meta eðlilega heitavatnsnotkun. Þar er vatnsnotkun á ári deilt með rúmmáli húsnæðis.
Orkuveitan gefur upp eftirfarandi viðmiðunargildi fyrir notkun hitaveituvatns á rúmmál húsnæðis. Lægra gildið er viðmið í vel einangruðu húsi með vel stilltu hitakerfi. Hærra gildið samsvarar eðlilegri eyðslu í húsi í þokkalegu ástandi.

Rúmmetri vatns á hvern rúmmetra húsnæðis á ári:
Stór fjölbýlishús    1,0 - 1,4
Minni fjölbýlishús   1,1 - 1,5
Einbýlishús            1,2 - 1,8

Heitavatnsnotkun

Með því að velja sturtu frekar en bað er hægt að nota helmingi minna af vatni.  Betri orkunýtni fæst með krönum með einu handfangi sem auðvelda blöndun vatns og tryggja þannig að minna vatn fer til spillis. Þessir kranar eru einnig betri hvað varðar öryggi því að þá er minni brunahætta vegna hitaveituvatnsins. Í sumum verslunum er hægt að fá vatnssparandi sturtuhausa sem sprauta um 6 lítrum á mínútu. Margar gerðir sturtuhausa fara upp í 12 lítra eða meira.

Hagnýtar upplýsingar 

Skýrsla frá Samorku um heitt vatn og heilbrigði

Orkuveita Ryekjavíkur í samstarfi við Sjává - Forvarnarhús og Landspítala Háskólasjúkrahús hleypti af stokkunum herferð vorið 2007 til að fækka brunaslysum af völdum heita vatnsins. Yfirskriftin var "Stillum hitann hóflega" og var í kjölfarið opnuð heimasíða þar sem finna má ýmsan fróðleik um heita vatnið, nauðsynlegar forvarnir sem og upplýsingar um fyrstu hjálp. Í upphafi ársins 2008 afhenti Orkuveita Reykjavíkur Sjóvá Forvarnarhúsi vefinn til eignar.  

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning