Fréttir

Loftvandamál í kjölfar endurnýjunar á Raufarhöfn

Vatni var hleypt á vatnsveitu á Raufarhöfn um klukkan 23:00 í gærkvöldi eftir endurnýjun í dæluhúsi. Vatn komst á með litlum þrýstingi í stuttan tíma. Vatnslaust varð aftur og hafa starfsmenn Orkuveitunnar og áhaldahúss Norðurþings verið að reyna að leysa málin síðan þá.

Vatn er nú komið á hluta þorpsins en án þrýstings. Vonandi kemst vatn á með fullum þrýstingi fljótlega, unnið er að því hörðum höndum.

Við hörmum óþægindin og þökkum þolinmæðina við erfiðar aðstæður.Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning