Fréttir

Kjör nýrrar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Hluthafafundur var haldinn hjá Orkuveitu Húsavíkur ohf. í dag að beiðni eiganda félagsins, Norðurþings. Fundurinn var haldinn í stjórnsýsluhúsinu að Ketilsbraut 7-9 og hófst hann klukkan 15:00. Á dagskrá var eitt mál, þ.e. kjör stjórnar.

 

Í stjórn félagsins voru endurkjörnir Gunnlaugur Stefánsson og Sigurgeir Höskuldsson. Nýr aðalmaður í stjórn var kjörinn Páll Kristjánsson. Soffíu Helgadóttur voru jafnframt færðar þakkir fyrir setu í stjórn félagsins undanfarin ár.

Stjórn félagsins er svo skipuð eftir hluthafafundinn:

Aðalmenn
Gunnlaugur Stefánsson
Sigurgeir Höskuldsson

Páll Kristjánsson

 

Varamenn

Óli Halldórsson
Jónas Einarsson
Friðrik Sigurðsson


Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning