Fréttir

Framkvćmdum viđ fráveitu ađ ljúka á hafnarstétt

Í dag var hleypt á nýtt fráveitukerfi, sökkræsi, sem liggur frá Búðarárgili, um hafnarstétt og að brunni við Hallanda. Þaðan liggur kerfið að útrás við Bökugarð. Sökkræsi er lögn undir þrýstingi en án dælingar. Eftir þessa framkvæmd fer megnið af því fráveituvatni sem áður fór út í Búðarárósinn í Suðurfjöru út fyrir Bökugarð. Einn áfangi er eftir til að hægt verði að leggja af Búðarárútrásina. Hann felst í dælingu fráveituvatns af suðurhluta hafnarsvæðisins.

Framkvæmdin hefur gengið vel og var allt kapp lagt á að ljúka verkinu eins hratt og örugglega og mögulegt var. Framkvæmdir sem þessar eru þó aldrei án einhverra óþæginda. Rekstraraðilum, íbúum og gestum svæðisins eru færðar þakkir fyrir þolinmæði meðan á framkvæmdinni stóð. Eru hönnuðum, eftirlitsaðila og verktaka einnig færðar þakkir fyrir samstarfið.

 

 

fraveita_2014_06_640
Óformlegur verkfundur á þaki sandgildru í Árgili áður en hleypt var á.

 
 fraveita3_2014_06_640
Almenn ánægja eftir áhleypingu. Tekið við brunn við Hallanda.

 Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning