Fréttir

Árlegir álestrar

Um þessar mundir eru starfsmenn Orkuveitu Húsavíkur í árlegum álestrum. Lesið er af vatnsmælum og rafmagnsmælum fyrir RARIK þar sem það á við. Húsráðendur eru hvattir til að taka vel á móti starfsfólki veitunnar og athuga með aðgengi að mælum.

Komist starfsmenn veitunnar ekki að mælum verður skilinn eftir miði og eru húsráðendur beðnir um að koma álestri til skila á skrifstofu Orkuveitunnar, í síma 4640902 eða með tölvupósti á netfangið oh@oh.is.

Orkuveitan þakkar húsráðendum samvinnuna.Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning