Fréttir

Aðalfundur OH 2015 vegna starfsársins 2014

Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna starfsársins 2014 var haldinn í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík fyrr í dag. Óli Halldórsson fór með umboð sveitarfélagsins Norðurþings, eiganda Orkuveitunnar.

Sigurgeir Höskuldsson stjórnarformaður og Guðrún Erla Jónsdóttir framkvæmdastjóri fluttu ávarp og kom fram í máli þeirra að rekstur Orkuveitunnar hafi gengið vel á árinu 2014. Eiginfjárhlutfall félagsins hefur styrkst jafn og þétt, farið úr -12,98% á árinu 2009 í 71% árið 2014. Hreint veltufé frá rekstri var um 184,5 milljónir og framlegðarhlutfall rekstrar (EBITDA) 53%. Eignir félagsins eru bókfærðar á 3.106 milljónir kr. og bókfært eigið fé er 2.192 milljónir kr. Skuldir eru um 914 milljónir kr. Af þessum rekstrarniðurstöðum leiðir að félagið er vel í stakk búið til að takast á við verkefni framtíðarinnar, viðskiptavinum sínum og samfélaginu til hagsbóta.

Fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins notaði tækifærið og þakkaði samstarfsfólki sínu, stjórn Orkuveitunnar og eigendum hennar fyrir ánægjulegt og gjöfult samstarf á síðastliðnum átta árum. 

Ársskýrslu og ársreikningu Orkuveitu Húsavíkur ohf. fyrir árið 2014 má nálgast hér.

 

img_1964_2_640
Ragnar Jóhann Jónsson endurskoðandi fer yfir reikning félagsins
 
img_1968_2_640 
Nokkrir af fundargestum aðalfundarins

 Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning