Fréttir

Aðalfundur OH 2014 vegna starfsársins 2013

Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna starfsársins 2013 var haldinn í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík fyrr í dag. Jón Helgi Björnsson fór með umboð sveitarfélagsins Norðurþings, eiganda Orkuveitunnar.

Stjórnarformaður flutti ávarp og kom fram í máli hans að rekstur Orkuveitunnar hafi gengið vel á árinu 2013. Eiginfjárhlutfall félagsins hefur styrkst jafn og þétt, farið úr -12,98% á árinu 2009 í 70% árið 2013. Hreint veltufé frá rekstri var um 187,5 milljónir og framlegðarhlutfall rekstrar (EBITDA) 62%. Eignir félagsins eru bókfærðar á 2.983 milljónir kr. og bókfært eigið fé er 2.087 milljónir kr. Skuldir eru um 895 milljónir kr. Af þessum rekstrarniðurstöðum leiðir að félagið er vel í stakk búið til að takast á við verkefni framtíðarinnar, viðskiptavinum sínum og samfélaginu til hagsbóta.

Framkvæmdastjóri fór yfir starfsemi félagsins á árinu. Auk hefðbundins viðhalds var unnið að nokkrum stórum framkvæmdum. Má þar helst nefna framkvæmdir við fráveitu í Árgili á Húsavík, fyrsta áfanga endurnýjunar dæluhúss á Raufarhöfn og endurnýjun dæluhúss við hverinn Strút á Hveravöllum.  Þá var gert átak í öryggismálum félagsins og unnið var að forhönnun veitna á iðnaðarsvæðinu á Bakka.

Framkvæmdastjóri og stjórnarformaður þökkuðu samstarfsfólki, viðskiptavinum og íbúum og verktökum fyrir samstarfið á árinu.

Ársskýrslu og ársreikningu Orkuveitu Húsavíkur ohf. fyrir árið 2013 má nálgast hér

adalfundur_2013_640_01
Myndir með fréttinni eru fengnar frá Heiðari Kristjáns.


Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning