Stofnæð í sundur á Húsavík

Stofnæð á Ásgarðsvegi fór í sundur og því er lágur þrýstingur á köldu vatni til heimila og fyrirtækja í öllum bænum. Unnið er að viðgerð sem lýkur ekki fyrr en seinnipartinn á morgun, föstudaginn 11. desember.

Nú er kominn tími á álestur!

Orkuveita Húsavíkur ohf. þakkar góð skil á sjálfsálestrum á síðasta ári. Viðskiptavinir OH hafa verið duglegir að skrá álestur á „mínum síðum“ og fjölgaði skráningum þar töluvert á milli ára. Álestur er nauðsynlegur við árlegt uppgjör og það er hagur notenda að áætlun sé rétt þannig að reikningar taki mið af raunnotkun.

Lokað fyrir kalt vatn á Stórhól

Lokað verður fyrir kalt vatn á öllum Stórhól á Húsavík nk. föstudag kl. 10.00. Framkvæmdum á að ljúka fyrir hádegi samdægurs.

Til viðskiptavina Orkuveitu Húsavíkur

Frá og með 1. júlí n.k. mun Orkuveita Húsavíkur hætta að senda út reikninga á pappír, nema um það verði sérstaklega beðið.

Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur

Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf. árið 2020 vegna rekstrarársins 2019 verður haldinn fimmtudaginn 07. maí nk. kl. 14:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.

Boranir á Höfða - Vatnsöflun fyrir Sjóböð ehf.

Nú standa yfir boranir á Höfða í tengslum við frekari vatnsöflun fyrir Sjóböð ehf.

Álestur orkumæla OH

Orkuveita Húsavíkur ohf. minnir viðskiptavini sína á að skila inn álestri á hitaveitumælum sem fyrst til að komast hjá óþarfa kostnaði.

Álestur

Orkuveita Húsavíkur ohf. þakkar góð skil á sjálfsálestrum á síðasta ári, en þá var viðskiptavinum OH í fyrsta skipti gefinn kostur á því að færa álestra inn á „mínar síður” á heimasíðu OH. Jákvæð viðbrögð notenda komu skemmtilega á óvart og var töluverður fjöldi álestra sem skilaði sér inn frá notendum.

Aðalfundur Orkuveita Húsavíkur ohf.

Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf. árið 2019, vegna starfsársins 2018, verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl 2019 kl. 14:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, Ketilsbraut 7-9 á Húsavík

Orkuveita Húsavíkur ohf. óskar eftir tillögum frá áhugasömum aðilum um hagnýtingu á aðstöðu núverandi orkustöðvar OH

Orkuveita Húsavíkur ohf. óskar eftir tillögum frá áhugasömum aðilum um hagnýtingu á aðstöðu núverandi orkustöðvar OH við Hrísmóa 1 á Húsavík til framleiðslu rafmagns, en með því yrðu þær orkuafurðir sem berast stöðinni nýttar frekar og betur en nú er gert.